Á Norðurland meira sameiginlegt með Norður Noregi en Reykjavík? 

Norðanátt í Víking til Noregs; Ferðasaga 1/3
Norðanátt var á 5 daga ferðalagi um norður Noreg í janúar 2023. Undirbúningur að ferðinni hófst snemma síðastliðið haust en ferðin var skipulögð í samvinnu með Innovasjon Norge. 

Tilgangur ferðarinnar var að miða að auknu samstarfi og samvinnu milli Íslands og norður Noregs í málefnum vistkerfi nýsköpunar, uppbyggingar atvinnulífs í dreifðum byggðum og áherslu á græna atvinnustarfsemi og fjárfestingar. Norðanátt hlaut styrk fyrir verkefninu úr nýsköpunarsjóð Lóu frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. 

Með Norðanátt í för voru þrjú frumkvöðlateymi þau; Júlía Katrín Björke hjá Mýsköpun, Kolbeinn Óttarsson Proppé hjá Grænafli og Íris Björk Marteinsdóttir og Ívar Örn Marteinsson hjá PellisCol. Verkefni eiga þau það sameiginlegt að vera öll frá Norðurlandi og hafa unnið náið með Norðanátt í gegnum tíðina og tekið þátt í ýmsum viðburðum á vegum Norðanátt. 

Bókstaflega baðað sig í Bodø  

Ferðin hófst í Bodø eftir tengiflug gegnum höfuðborgina. Bodø er höfuðborg í samnefndu sveitarfélagi í Nordland-fylki í Norður-Noregi en um 52 þúsund manns búa í sveitarfélaginu. virkilega skemmtilegur bær þar sem smábátahöfnin er stór hluti af miðbænum. 

Fyrsta heimsókn okkar var í kynningarmiðstöðina Salmon Center í Bodø þar sem starfsmenn NCE Aquacluster tóku vel á móti hópnum. Við fengum kynningu á klasanum, sem er einn helsti fiskeldisþekkingarklasi Norðmanna. Þar sinna þau rannsókna- og þróunarverkefnum með fyrirtækjum í allri virðiskeðju fiskeldis, halda sameiginlegar ráðstefnur/viðburði þar sem fólki er stefnt saman og vinna sameiginlega að stærstu áskorunum á hverjum tíma í fiskeldisgeiranum. Ein stærsta áhersla klasans í dag er á velferð fiska og 100% fullnýtingu, en fóðurmál fyrir fiskeldi er ríkjandi áskorun dagsins í dag svo dæmi sé tekið.

Myndir: t.v. í NCE. / T.h. hugmynd að fyrirhuguðu nýsköpunarhúsi Lovöld.

Næsta stopp var til fyrirtækisins Lovöld Solutions sem sérhæfir sig í haf festakerfum fyrir skip og fiskeldisstarfssemi. Fyrirtækið leggur mjög mikla áherslu á nýsköpun í allri sinni starfsemi en um þessar mundir eru þau koma á laggirnar glæsilegu nýsköpunarhúsi í bænum til að styðja enn betur við nýsköpunarumhverfið á svæðinu, þar sem þekking og fræðsla fyrir skóla, almenning og starfsfólk Lovöld verður höfð í hávegum ásamt framleiðslu og útflutning. 

Margt að læra af norðmönnum

Þá lá leið okkar í útibú Innovasjon Norge í Nordland þar við áttum áhugavert samtal við starfsmenn þess. Þau hefja samtalið á að ræða um hugarfar og mjög eftirminnilegt hvað þau sögðu um svokallað klasahugarfar “ að vinna í klösum sé líffstíll” (e. working in clusters is a way of thinking) en í Nordland, sem er fylki á stærð við Ísland eru níu klasar og 25 stuðningsnet sem leika lykilhlutverki í nýsköpunarumhverfinu á svæðinu. Hjá Innovasjon Norge starfa um 700 starfsmenn í 19 löndum ásamt Noregi, en stofnunin var sett á laggirnar árið 2003. Innovasjon Norge má líkja við ef Byggðastofnun, Rannís, Íslandsstofa, landshlutasamtökin og fleiri stofnanir væru undir sama hatti en stofnunin er 51% í eigu ríkisins og 49% hlutdeild er í eigu sveitarfélaganna. 

Myndir: efri röð t.v. starfsmenn Innovasjon Norge Nordland / eftir t.h. hópmynd í KPB / neðri röð í Nord Uni.

Kunnskapsparken Bodö (KPB) og inkubator Salten (þjálfunarprógramm) buðu næst uppá heitann kaffibolla og vínarbrauð. KPB er þekkingargarður í Bodö, sem leggur uppúr því að styðja við nýsköpunarumhverfið á svæðinu. Þau veita öfluga ráðgjöf af ýmsu toga og sinna greiningarverkefnum á þróun atvinnulífsins í Nordland. Þau taka líka þátt í að reka nokkra klasa en í sama húsnæði er frumkvöðlarýmið fyrir Inkubator Salten. Þar geta frumkvöðlar fengið aðstöðu og ráðgjöf til að ýta sínum verkefnum áfram og ná sem mestum árangri, en þetta nábýli ráðgjafa og frumkvöðla er lykilatriði í framvindu nýsköpunar á svæðinu. Þessa sögu höfðu bæði aðstandendur sem og frumkvöðlar að segja af sinni reynslu og var gaman að heyra frá árangri hjá Anue (brjóstamjólkurbanka), Lofotteina (krabbagildrur) og Norskin (leðurvörur úr roði) en þau útlistuðu fyrir hópnum sinni upplifun gagnvart þeim stuðningi sem þau hafa sótt og fengna ráðgjöf gegnum KPB og Inkubator Salten.

Síðasta stopp hópsins í Bodø var í háskólann Nord Universitet þar sem Norðanátt fékk innblástur í áframhaldandi verkefni með háskólunum á Norðurlandi, en starfsfólk skólans sem heldur t.am. utanum frumkvöðlanám og deildu þau með okkur nokkrum leiðum sem þau bjóða uppá má nefna,  mentora- og námskeiðs prógrömmum sem áhugavert væri að íhuga hér norðan heiða.

Mynd: Hópurinn nýtti tækifærið, stakk sér til sunds og fór í fljótandi gufu við höfnina sitt fyrsta kvöld í Bodö !


Fylgist með, ferðasaga Norðanáttar í Víking til Noregs heldur áfram á næsta leyti…

Previous
Previous

Óhefðbundin upplifun og bærinn kringum iðngarðinn

Next
Next

Þrjátíu umsóknir á Fjárfestahátíð Norðanáttar