Sex nýjir mentorar í Startup Storm

Annar mentorafundur í viðskiptahraðlinum Startup Storm fór fram fimmtudaginn 27. október sl. þar sem sex nýjir mentorar hittu teymin. Við færum þeim okkar bestu þakkir fyrir þeirra framlag!

Auðjón Guðmundsson

Auðjón Guðmundsson er framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Siríus. Auðjón hefur yfir 20 ára reynslu við stjórnun markaðs- og sölustarfs, bæði á neytenda- og fyrirtækjamarkaði, ásamt útflutningi.

Rebekka Kristín Garðarsdóttir

Rebekka Kristín Garðarsdóttir er verkefnastjóri með alþjóðlega reynslu en hún var búsett í Asíu í 18 ár áður en hún flutti til Akureyrar fyrir 3 árum. Hún vinnur nú hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Wise lausnum ehf. en starfaði áður í 2 ár hjá SSNE þar sem hún vann að atvinnuþróun og fjármögnun nýsköpunarhugmynda á svæðinu.

Daði Guðjónsson

Daði Guðjónsson er forstöðumaður markaðs- og umhverfismála hjá Krónunni. Daði stýrir markaðs- og umhverfismálum hjá Krónunni sem er verðmætt vörumerki og hefur verið í fararbroddi í smásölu þegar kemur að nútímalegriþjónustu, samfélagslegri ábyrgð og umhverfisábyrgum starfsháttum. Hann býr að viðamikilli reynslu og þekkingu á markaðsmálum og stefnumótun verkefna og hefur síðastliðin átta ár starfað sem fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu og stýrt þar erlendum markaðsverkefnum fyrir íslenskar útflutningsgreinar. Dæmi um markaðsherferðir sem Daði hefur stýrt hjá Íslandsstofu er Íslandsveruleikinn Icelandverse og hátalaraherferðin Let it Out. Auk þess stýrði Daði nýjasta útspilinu OutHorse þar sem ferðalöngum gefst kostur á að „úthesta“ vinnupósti sínum meðan á fríinu stendur. Markaðsverkefnin hafa hlotið alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar og náð til milljóna manna um allan heim.

Þorsteinn Másson

Þorsteinn er framkvæmdastjóri Bláma á Vestfjörðum, sem er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Vestfjarðastofu. Þorsteinn er menntaður viðskiptafræðingur og starfaði áður sem sérfræðingur á viðskiptaþróunarsviði hjá Arnarlaxi, þar sem hann fór fyrir leyfismálum og stýrði uppbyggingaráformum félagsins við Ísafjarðardjúp

Arna Björg Bjarnadóttir

Arna Björg Bjarnadóttir er famkvæmdastjóri og eigandi Heimavinnu - Heimili hönnunarhugsunar. Áður starfaði Arna sem verkefnisstjóri kirkjubyggingar í Grímsey og byggðaþróunarverkefnisins Glæðum Grímsey. Arna Björg er sagnfræðingur (BA) og menningarmiðlari (MA) frá HÍ og hefur unnið í frumkvöðla- og styrkjaumhverfinu í rúm 20 ár, sem alþjóðafulltrúi hjá Rannís og setið í stjórnun ýmissa sjóða. Hún byggði upp og var framkvæmdastjóri um árabil bæði á Sögusetri íslenska hestsins og við Óbyggðasetur Íslands. Þá hefur hún átt frumkvæði að og stýrt fjölmörgum öðrum nýsköpunarverkefnum.

Magnús Barðdal Reynisson

Magnús Barðdal er fjárfestingastjóri hjá Samtökum sveitarfélaga og á Norðurlandi vestra. Magnús er með ML prófi í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst og hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu m.a. sem útibússtjóri Arion banka á Sauðárkróki og sem lögfræðingur hjá Íbúðalánasjóði.

Previous
Previous

Loka mentorafundur í Startup Stormi

Next
Next

Fyrsti mentorafundurinn í Startup Storm