vaxtarrými fyrir græn verkefni á norðurlandi

4. október - 16. nóvember 2023

Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir græn verkefni á Norðurlandi, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.

Startup Stormur er byggður upp að fyrirmynd viðskiptahraðla og er sérhannaður með þarfir teymanna sem taka þátt í huga og hafa þau þannig áhrif á þá fræðslu sem stendur þeim til boða. 

Vertu með vindinn í bakið

Startup Stormur er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi sem eru komin af hugmyndastigi.

Teymin hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja á ráðgjafafundum, sitja vinnustofur og fræðslufundi og mynda sterkt tengslanet sín á milli. 

Startup Stormur fer að mestu leyti fram á netinu en teymin hittast jafnframt þrisvar sinnum meðan á hraðlinum stendur á vinnustofum á völdum stöðum á Norðurlandi. 

UMSÓKNARFRESTUR VAR TIL OG MEÐ 21. SEPTEMBER sl.


Tímalína

Rafrænn kynningarfundur um Startup Storm.

  • Ísponica - Ræktun grænmetis og kryddjurta með aquaponics (afrennsli fiskeldis) lóðréttri búskap. Markmiðið er að rækta mat innandyra, allt árið um kring með áherslu á sjálfbæra framleiðslu.

    Kvörn - Kvörn Kaffibrennsla í Skagafirði, nýbrennt og ferskara kaffi

    Rækta microfarm - Minnkum kolefnisspor og drögum úr innflutningi og matarsóun. Rækta Microfarm er umhverfisvæn framleiðsla á grænsprettum, sælkerasveppum og hampblómum.

    Sigló Sea - Sustainable sea seaweed farming/harvesting and mussel farming and community based tourism development.

    Vallhumall - Gamalkunn íslensk lækningajurt fær nýtt hlutverk sem bragðefni í matvælaframleiðslu

    3D Lausnir ehf - Hringrása steypa og þrívíddarprentun.

  • BURNIRÓT - Hágæðavara sem ræktuð er á sjálfbæran hátt, hefur jákvæð áhrif á andlega líðan og er orkugefandi
    AMC ROÐLEÐUR - Gríðarlegt magn af roði fellur til sem hliðarafurð frá sjávarútveginum, á sama tíma fyllast landfyllingar af endingarlitlum textíl. Með því að framleiða leður úr roði í stærri einingum má leysa þessi vandamál
    PELLISCOL - PellisCol ætlar að þróa náttúrulegar Spa húðvörur með íslensku kollageni og færa þannig kollagenið nær húðinni með áherslu á afslöppun og endurnýjun
    Skarfakál ArcicCircle - Skarfakál AcrticCircle mun efla og fjölga atvinnutækifærum í Grímsey, nýta auðlindina, stuðla að nýsköpum og auka framleiðslu af nýju hráefni í matvælaframleiðslu á Íslandi
    LOGN - Landhreinsun og nýting
    SNOÐBREIÐA - Snoðbreiða er umhverfisvæn lausn unnin úr ull til notkunar við ræktun á matjurtum, blómum og öðrum gróðri
    EARTH TRACKER - Earth Tracker answers the need for accurate climate impact study by developing high resolution models online tools and personalized adaptation strategies
    GRIÐUNGR - Griðungr framleiðir hágæða húðvörur án allra skaðlegra efna úr nautatólg og íslenskum jurtum
    GRÆNAFL - Grænafl ehf. berst gegn loftslagsvánni með því að vinna að rafvæðingu strandveiðibáta og stuðla að orkuskiptum

  • Icelandic Eider – Árni Rúnar Örvarsson: Icelandic Eider sér um fullvinnslu æðardúns að Hraunum í Fljótum. Þau bjóða uppá æðardúnssængur og er sérstaða þeirra framleiðsla á smávörum og þróun útivistarvara.

    Mýsilica - Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir: Mýsilica mun framleiða hágæða húðvörur unnar í Mývatnssveit, úr skiljuvatni við Bjarnarflag. Virka efnið í húðvörunum er náttúrulegur kísill, ásamt öðrum steinefnum sem fyrirfinnast í skiljuvatninu.

    Íslandsþari ehf. – Snæbjörn Sigurðarsson / Hafþór Jónsson: Íslandsþari hyggst nýta jarðhita til að vinna verðmætar afurðir úr stórþara sem vex í miklu magni við Norðurland. Verkefnið byggist á sjálfbærni, fullnýtingu og fullvinnslu hráefnisins í sátt við náttúruna. Uppbygging landvinnslu á Húsavík mun skapa um 80 ný og fjölbreytt störf.

    Austan Vatna – Inga Dóra Þórarinsdóttir / Eduardo Montoya: Austan vatna hefur verið að þróa framleiðslu á Chimichurri steikarsósu og chorizo grillpylsum að argentískri hefð og ætla þau að nýta afurðir úr héraði til framleiðslu.

    PlastGarðar – Garðar Finnsson: Hey!Rúlla ætlar að skapa hringrásahagkerfi landbúnaðaplasts innan Íslands þar sem margnota heyrúllupokar munu endast í allt að 15 ár og verða svo að fullu endurunnir í nýja poka.

    Mýsköpun – Júlía Katrín Björke: Mývatns spirulina snýst um íslenska framleiðslu á fæðubótaefni. Tilraunaræktun á smáþörungunum spirulina er í fullum gangi til að þróa og besta framleiðslu á spirulina dufti sem fæðubótaefni og er verkefnið einn hlekkur á beinni nýtingu á jarðhita til matvælaframleiðslu.

    Nægtarbrunnur Náttúrunnar– Þórólfur Sigurðsson / Sveinn Garðarsson: Nægtarbrunnur Náttúrunnar hefur það að markmiði að þróa og hefja framleiðslu nýrra drykkjuvara í Bárðardal, Suður-Þingeyjarsýslu. Þróaðar verða frumgerðir drykkjavara úr staðbundnu hráefni til framleiðslu grasöls og rabbabarafreyðivíns.

    Ektafiskur ehf. – Elvar Reykjalín: Ektafiskur saltfiskframleiðandi framleiða saltsteina fyrir búfé úr afsalti sem er fullt af næringarefnum úr fiskinum.

MentOraR
& fyRiRlesaRaR NOrðanáttar

Þátttakendur & Teymi nOrðanáttar 2021 & 2022

Þátttakendur Vaxtarrýmis og teymi Norðanáttar