Frumsýning þáttarins ‘Nýsköpun á Norðurlandi’
Sjónvarpsþáttur um Norðanátt var frumsýndur þann 23. ágúst sl. á sjónvarpsstöðinni N4.
Í þættinum, sem ber heitið ‘Nýsköpun á Norðurlandi’ var farið yfir hugmyndafræði nýsköpunarhringrásarinnar og stiklað á stóru um mikilvægi nýsköpunar, auðlindanýtingar og verðmætasköpunar. Þá voru verkefni sem þátt tóku í síðustu hringrás einnig kynnt og deildu þeir frumkvöðlar reynslu sinni og upplifun af þátttöku sinni í viðskiptahraðlinum Vaxtarrými.
Við hvetjum ykkur til að horfa á þennann stórskemmtilega þátt Norðanáttar sem nálgast má hér fyrir neðan, en hann er einnig aðgengilegur á efnisveitum Símans og Vodafone (N4 Safnið) sem og vefsíðu N4 - n4.is.
Næsta hringrás Norðanáttar er hafin og er tekið við umsóknum í Vaxtarrými til 19. september. Vaxtarrými er átta vikna viðskiptahraðall beint að sjálfbærni, með áherslu á mat, vatn og orku þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakinu. Vaxtarrými hefst 3. október og lýkur 24. nóvember. Nánar um Vaxtarrými.